á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Þegar ég var yngir og vinkona mín var að segja mér að hún væri að fara í sumarbústað til ömmu sinnar og afa, og að sumarbústaðurinn væri í Kjós. Þá velti ég fyrir mér í nokkur ár, hvernig fólk nennti að eiga sumarbústað í Hvalfirðinum og svona ofan í fjöru. Það er ekki einu sinni gaman að fara í sjóin í Hvalfirðinum því hann er svo kaldur! Aldrei datt mér í hug að þessir bústaðir sem allir vour í Kjós gætu í raun leynst inn á milli fjallana. Í gærkvöldi heimsóttum við Írisi og Ingvar. Þau eru einmitt stödd í sumarbústað í Kjös, réttara sagt við Meðalfellsvatn. Þetta er bara alveg æðislegur staður. Eiginlega ótrúlegt miðað við hvað það er í raun stutt til Höfuðborgarsvæðisins. Ég held að maður eigi eftir að skoða miklu meira af landinu heldur en ég geri mér grein fyrir, þá meina ég staðina sem ekki eru á öllum kortum. Þið vitið þessir staðir sem maður hefur kannski heyrt um og kannski búin að mynda sér skoðun um. Staðurinn sem kemur á óvart. Helgin er opin nema ég fer í Mjóddina á laugardaginn og skoða umgjarðir fyrir nýju sólgleraugun mín!! Þar til næst. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|